![]() |
19 inches on the deck! Og það heldur áfram að snjóa |
Jæja
jólin að koma. Þetta er allt saman búið að líða svakalega hratt! Ég komin í
jólafrí, átti ekki að vera fyrr en á föstudag en það var cancelað skólanum útaf
miklum snjó. Þannig það er Snow day eins og það er kallað. Það snjóar og
snjóar, maður heldur sig bara heima. Langt síðan ef eitthverntíman sem ég hef
séð svona mikinn snjó. En ég elska það. Ég er búin að baka lakkrístoppa og gera
snjókall á þessum fína degi. Alltaf gaman að hafa
heittsúkkulaðijólabíómyndadag.
The Capital í bakrunninum Ég, Sena og Mary |
Undanfarnir dagar
hafa verið mjög busy og skemmtilegir með skólann, íþróttir og svona. Ég skipti
um fjöslydu um miðjan des þar sem hin var bara ekki að virka. Gæti ekki verið
sáttari með ákvörðunina og er mjög sátt núna. Í skólanum eru allir í jólaskapi,
secret santa í gangi og svona skemmtilegheit. Náðum þó ekki að gefa pakkana
strax þar sem skólanum var cancelað, en það mun bara bíða betri dag.
Skólakórinn
í skólanum sem ég er í syngdum og dönsuðum á stórum tónleikum fyrr í Desember
in Lodi og svo voru aðrir litlir tónleikar í skólanum núna á þriðjudag. Vorum
búin að æfa vel fyrir þetta, bæði dansinn og sönginn.
AFS hópurinn
í skólanum fórum svo einn daginn til Madison borgina hérna rétt hjá. Fórum að
The Capital og skoðuðum risa jólatréð þar inni. Löbbuðum svo um, mjög kosy og
jólastemming. Á leiðinni heim, eftir að hafa étið á Pitsa Hut, keyrðum við í
gegnum ljósagarð, eða garð með fullt af allskonar jólaljósum. Það var geggjað!
Ljósagarðurinn, Mcdonald að safna pening þá sem hafa það ekki jafn gott |
Elska hvað
ameríkanarnir taka ekkert hálfa leið, húsin skreytt algjör ljósahátíð sums
staðar. 5 dagar í jól, mikið skemmtilegt planað í þessu vetrafríi og stefnir í
gott jólafrí. Svo eftir jól er ég búin að panta ferð til Hawaii með afs og
svona. Mun blogga meira þegar það að kemur.
Gleðileg jól ísland sjáumst hress og kát á nýju ári !!!
Gleðileg jól ísland sjáumst hress og kát á nýju ári !!!
![]() |
Gleðileg jól allir!!! |