Wednesday, June 19, 2013

Jæja tíminn líður svo svakalega hratt og núna er bara ein vika eftir hjá mér ! Síðustu vikur er búið að vera sumarfrí eftir útskriftina sjálfa. Útskriftin var mjog skemmtileg. Athofnin var 2.júní og vorum við klædd í þetta týpiska high school útskriftardress. Þar sem ég er skiptineminn átti ég að halda ræðu og gerði ég það með prýði. Svo var athöfnin bara annað fólk að tala og svo allir nemendurnir fengu diploma. Eftir athöfnina var svo tekið fullt af myndum og knúsast og svona. Svo eru allir með útskriftarveislur og eru þær dreift um helgarnar núna í júní. Host systir mín var með sitt party helgina eftir útskriftina sjálfa og var það ekkert lítið party! Ekkert gefið eftir og allt skreytt og svona. Það var voða gaman. Svo var ég með afmælis, kveðju og útskriftar party síðustu helgi. Það var voða gaman, krakkar komu og vorum með bonfire í garðinum.
Þannig núna er ég bara í sumarfríi, vika eftir og fríið mitt samanstendur bara af því að vera í sólbaði, hitta krakka, tívolí, fara í sund og eitthvað svona rólegt og skemmtilegt. Planið að fara á stóran baseball leik á föstudaginn sem verður andeilis upplifun.
Ekkert smá skrítið að hugsa til þess að þetta ár er að verða búið! Hlakka samt til að koma heim og hitta alla aftur.
Jæja þetta var bara svona smá stutt. Bæbæ




No comments:

Post a Comment