Friday, February 22, 2013

Jæja nú er körfubolta sesonið búið og track tekur við. Það er samt alveg svona 3ja vikna pása á milli þannig smá tími til að gera eitthvað annað nýtt. Hérna er ennþá snjór og snjór og vetrarverður. Hlakka til að komast smá í sólina 9mars á Hawaii!!!. Fór í áhorfendaprufur síðasta laugadag og fekk sólóið mitt og mun syngja lagið Ást. Hlakka mjög mikið til, eitthvað sem ég hélt ég myndi aldrei gera en hlakka til að syngja þettta og hin atriðin. Við Senior stelpurnar ætlum að syngja The man in the mirror, með Michael Jackson líka, ég elska það lag svo það ætti að vera gaman líka. Svo eru mörg önnur atriði á sýningunni og ég er í alveg mörgum fleirum gamangaman.



Það sem mér finnst mesti munurinn hérna og heima er til dæmist á íþróttaviðburðum, sunginn þjóðsöngurinn fyrir hvern einasta leik þar sem allir standa upp með hendina á brjósti. Svo á hverjum leik er skilda að hafa sjúkraþjálfara ef eitthvað skildi gerast. Foreldrar koma á hvern einasta leik og er það bara hneyksli ef þeir missa af of mörgum leikum. Alltaf sjoppa opin hvern leik, popp og svona mikilvægt fyrir marga auðvitað;) Stúkurnar vanalega fullar sem er bara gaman. Þegar fótboltinn var í gangi var alltaf sjúkrabíll til staðar just if. Á Íslandi man ég ekki eftir svona miklu fussi í kringum allt þetta svona. En það er samt sem áður gaman að hafa þessa stemmingu í kringum þetta. Síðasti körfuleikurinn var í gær og það var senior night, þar sem juniors "heiðra" seniorana, segja eitthvað fallegt um hvern og einn og voða emotional þar sem þetta er síðasta tímabilið þeirra. Það var mjög gaman.

Alex að halda smá ræðu um mig á senior night
Svo er skólinn bara eins, mjög fínn ekkert að honum. Stundaskráin mín aðeins búin að breytast...Er í ensku í fyrsta tíma, ennþá alltaf byrjað hvern skóladagá The flag of alligance, ljóðinu eða hvað sem það er og allir standa upp og horfa á fánann, nenni nú stundum valla að standa upp....timi numer tvo er family living, svo colonary arts, weight training, elska þá tíma, svo spænska, study hall, algebra og choir. Stundataflan bara mjög fín og mér gengur bara mjög vel í skólaanum. Um daginn var haldið svona Blue Code drill ef skotárásmaður myndi koma inn í skólann. Eftir allt sem er búið að vera að gerast í bandaríkjunum undanfarið. En það er mjög ólíklegt að eitthver komi inn í þennan litla skóla en alltaf best að hafa varann á og svona! Krakkarnir hérna í Rio eru flestir æðislegir og er búin að eignast marga vini sem ég á eftir að sakna gríiðalega mikið! Ótrúlegt að það séu bara um 4mánuðir eftir og ég mun kanski aldrei sjá þau aftur! En já svona er þetta hah..

Svo var valentínusardagurinn 14feb. Gaman hvað allir taka æst í það. Allir kæró með blóm og gjöfhanda kæró og vinir og vinkonur gefa cupcakes eða kort og svona. Mikil ást í þessum ameríkönum en það er bara gaman. Fekk mikið af hjartasúkkulaði og svona frá hinum og þessum, kennarar jafnvel komu með donuts í skólann og svona....já ég er i usa haha... En ég hafði gaman af þessum degi þótt hann er smá extreme og gæti orðið mikil peningaeyðsla en altlaf gaman að gera eitthvað fyrir þá sem þér þykir vænt um

Senior stelpurnar í basket <3
Já svo hlakka ég bara til að byrja í track þó ég á eftir að sakna körfunnar alveg smá þar sem ég var loksins búin að ná smá gripi á þessu. En ég hlakka bara til framhaldsins alltaf eitthvað nýtt að gerast. Trúi ekki að það eru bara 4mánuðir eftir að þessu ævintýri, þetta er buið að líða sjúklega hratt, þó stundum hægara....erfitt að útskýra þessa tilfinningu sem kemur með þessu ævintýri! En já allt gott að frétta frá usa...miss ya all!
bæbæbææ í  :)

No comments:

Post a Comment