Sunday, February 3, 2013

vá Janúar búinn og kominn Febrúar! Janúar leið hratt og þetta er allt að líða hraðar og hraðar! Scary! Hérna er veðrir voða kalt, snjór og læti sem er bara gaman. Snjódagar í skólanum þar sem skólanum er frestað og svona skemmtileg heit og þá um að gera að taka kosydag heima. Í Janúar var mest allt bara skóli og körfuboltinn sem er allt að gera sig, fæ að spila meira og meira og vinnum nánast alla leiki. Ætla nú ekki að fara að taka mikinn heiður af þeim sigrum, þrátt fyrir að hafa náð að setja inn eina körfu. Komin á blað! Skólinn er alltaf fínn, ekkert að kvarta þar. Verið að plana caburet sem verður vonandi mjööööög skemmtilegt og spennandi. 
Fór á Hokkíleik og Badgers körfuboltaleik með vel völdnu fólki sem er alltaf gaman. Svaka stemming á þessum leiknum. Og alltaf gaman að koma á stóru myndavélinni, gera mann smá vandræðanlegan. Febrúar er svo bara meiri skóli og karfa. Fer vonandi að hlýna fljótt. Vorum að fá hvolp! Já ég er ekki mikil hundamanneskja en þesis hvolpur er algjör dúlla! Set myndir inn bráðum. Já hann bara góð bæting við fjölskylduna, algjör mússímúss. Fæ svo að spila nokkra fóbó leiki í Feb og Mars sem mér hlakkar bara til, gaman að gera eitthvað svona gamalt og gott. Svo legg ég af stað til HAWAII EFTIR 34DAGA. Já ég er spennt og já það verður geggjað. 
Fyrir þá sem ekki vita þá er heimkoman hjá mér 26.juni vonandi heil á höldnu

Var svo bara að klára að horfa á Superbowl, kanski sumir sem kannast eitthvað við það aðrir ekki. En þetta er úrslitaleikurinn á tímabilinu í fótbolta og svaka show í kringum þetta. Mér finnst ekki gaman að horfa á fótbolta en þetta var gaman, auglýsingarnar mjög fyndnar, gangman style og svona, víst fáránlega dýrt að auglýsa alveg marghundruð milljónir isl 30sek. Svo var Beyonce og reunion með Destini's child í hálfleik sem var algjör snilld. Þeir setja bara upp tónleikastall á núll einni yfir grasið í hálfleik þar sem hún er með svaka show og svo bara tekið í burtu eins og ekkert hafi verið þarna. Svaka tæknin í gangi. Jæja veit ekki hvernig leikurinn fór samt en þetta var gaman að horfa á. Fólk kom í heimsókn allir reddý í fótboltann!
en jæja bæbæ gott fólk


Smá random en tvö mjög fyndin myndbönd:
http://www.youtube.com/watch?v=QlwilbVYvUg
http://www.youtube.com/watch?v=Zce-QT7MGSE




No comments:

Post a Comment