Nú er Homecoming vika liðin! Homecoming er eitthvað svona
ekta sem amerískir skólar gera. Þetta er svipað og árshátíðarvika í grunnskólum
ef ég á að bera þetta saman við eitthvað. Fyrir hvert Homecomming er ákveðið
þema. Þemað fyrir þetta ár var Farytale. Hver árgangur ákveður svo sitt
Farytale þema. Þessi vika var æðisleg og hérna kemur smá frásögn fyrir
áhugasama!
Á mánudeginum var þemað fyrir daginn SuperHeroDay. Eins og
alltaf eru það sumir sem taka þetta alla leið og sumir sem gera bara alls
ekkert. Ég var þarna mitt á milli. Homecoming vika snýst svo um að fá stig.
Freshments, sophtmores, juniors og seniors eru í keppni. Þannig maður fékk stig
fyrir að klæða sig upp fyrir hvert þema. Skóladagurinn var samt bara frekar
venjulegur, en kennararnir leyfðu samt smá tjill og svona gaman. Eftir skóla var blakleikur. Þetta var
sérstakur blakleikur kallaður Pink-Out. Vorum að safna pening fyrir
brjóstkrabbamein og voru alls konar vinningar og svona í boði og margir margir
að horfa á.
 |
Super Hero Day |
 |
Ugly Sweater |
Þemað fyrir þriðjudag var UglySweaterDay+UglyHatDay. Mörg stig í hús
fyrir Senior þar sem margir mættu í ljótum peysum. Eftir skólann var blakæfing
og svo voru svokallaðir Leikarnir. Þeir voru á fótboltavellinum og voru alls
konar þrautir. Eating contest, pokahlaup, reipitog, kasta eggi á milli án þess
að það detti og svo framvegis. Svo var endað á Powderpuff Football sem ég tók
þátt í. Þetta er bara eins og amerískur fótbolti nema stelpuútgáfan og það má
ekki tækla eða neitt þannig. Við unnum fótboltann sem var mjög gaman!
 |
Powderpuff Football |
Miðvikudagsþemað var bara að klæða sig fínt. Þá mættu
flestir í sínu fínasta, margar stelpurnar í Prom kjólnum sínum og strákar í
jakkafötum og svona. Skóladagurinn bara venjulegur nánast og svo blakæfing
eftir skóla. Eftir æfingu fór ég með þremur stelpum á Pizza Hut að borða og svo
vorum við saman allt kvoldið. Rúntuðum og horfðum svo á mynd
og eitthvað kosyheit.
 |
Skreyta ganginn |
Fimmtudagsþemað var svo að hver árgangur klæðir sig í þemað
sem það valdi. Við Senior völdum Peter Pan og áttu við þá að mæta í búningum
sem tengist því. Hinir árgangarnir voru svo með Shrek, Alice in Wonderland og
Mjallhvít og dvergarnir sjö. Eftir hádegi á þessum degi voru engir tímar og við
fengum tíma til að skreyta ganginn okkar og gera svokallaðan Float sem verður
svo notaður í semí skrúðgöngu daginn eftir. Við skreyttum ganginn okkar í þema
Peter Pan og hinir skreyttu í sitt þema. Svo er dómnefnd sem velur flottasta
ganginn og þá bætast stigin við ef gangurinn er flottur. Við vorum þarna að
skreyta og hengja upp alveg til klukkan 5, því ég þurfti að fara því það var
blakleikur. Þetta kvöld keppti ég með báðum liðunum, varsity og JV. Þetta var
síðasti leikur JV og við unnum, loksins unnum við leik! Með varsity unnum við
ekki en það var samt sem áður gaman að spila með þeim. Þetta kvöld var svo
einnig Senior Night sem gengur út á það að Juniors segja eitthvað fallegt um
Senior stelpurnar. Það var ein í einu sem talaði um eina manneksju allt voða
væmið og sumar fóru að gráta. Einum of væmið fyrir mig haha en svo fengum við
lítinn pakka frá þeim líka. Eftir leikinn þá opnuðum við pakkana og allar fengu
eitthvað við þeirra hæfi. Ég fekk lítinn bandarískan fána, fullt af nammi og
svo blakboolta áritaðann frá liðinu. Svo voru plaköt hengd upp fyrir hver. Þetta
var mjög gaman þrátt fyrir hvað þetta var væmið á tímabili. Þegar ég kom heim
beið mín pakki frá yndislegu fjölskyldu minni heima með nammi og harðfisk. Jane og Joel fannst
fiskurinn mjög góður þrátt fyrir alveg yfirdrifandi mikla lykt eins og flestir
vita að er af harðfiski.
 |
Plagatið sem ég fekk |
 |
Skreyta skreyta |
Föstudagsþemað var Spirit. Litir skólans eru rauður og
hvítur þannig maður átti bara að klæða sig í þeim litum. Ekki of erfitt þema. Eftir
hádegi var einnig engir tímar og í íþróttasalnum smá dagskrá. Þar voru fleiri
keppnir þar sem hægt var að næla sér í stig. Það var Dance-Off þar sem valið
fólk átti að dansa í 1 mínótu við eitthvað random lag. Það var fyndið að sjá
það, frekar vandræðanlegt fyrir suma. Svo kepptu strákarnir í blaki og við
unnum það! Klappstýrur og hljómsveitin voru á staðnum og svona skemmtiheit. Eftir
þetta var skrúðganga sem öllum float-unum sem við vorum búin að gera. Ég var á svokölluðum Homecoming-court Float
þar sem fólk sem var kosið til að vera kanski homecoming drottining og kóngur
voru. Það er hefð að afs skiptineminn sé þar líka. Þannig við keyrðum um bæinn
í smá tíma. Um kvöldið var svo fótboltaleikur eins og vanalega, mikil stemming
og gaman. Við unnum leikinn og erum komin í úrslit. Eftir leikinn var
pitsa-night og vorum við þar í góðum fíling þangað til ég fór heim.
 |
Ballið |
Laugadagurinn var svo dagurinn þegar Homecoming ballið var!
Ég gerði mig til með nokkrum stelpum úr bekknum og við fórum svo út að borða á
stað sem heitir Uno í Madison. Mjög góður matur og skemmtilegt að fara svona
fínt út að borða öll saman. Eftir matinn beið okkar ballið. Ballið minnti mig
helst á grunnskólaball, haldið í skólanum, sumir að dansa sumir ekki og svona. En
þrátt fyrir það var mjög gaman, ég náði
að dansa, tók hælana fljótt af og dansaði á táslunum. Cody og Kasy voru valin
Homecoming queen og king, ég átti því miður ekki séns á að vera valin. Eftir
ballið fór ég aðeins heim til einna stelpu og við höfðum það bara kosy, töluðum
um kvoldið og svona ekkert merkilegt.
Svo Sunnudagsmorgun náði ég að sofa út loksins. Svo eru
líklegast mun fleiri myndir á facebook og svona. Er núna að blogga, á eftir að
læra og svo planið að kíkja í rækt eftir það allt saman! Vonandi var eitthvað
varið í þetta blogg. Sakna ykkar allra í tætlur vonandi er lífið líka gott á
Íslandi!
 |
Á ballinu |