Dagurinn í dag er búinn að vera laaangur en samt sem áður
mjög skemmtilegur. Í dag sá ég Barack Obama, forseta Bandaríkjanna. Núna eru
kostningabaráttur í fullum gangi á milli Obama og Romney. Í gærkvöldi voru
kappræður á milli þeirra tveggja og nú í dag var Obama í Madison og hélt ræðu.
10 senior krakkar gerðum okkur leið til Madison að sjá hann. Við fengum frí í
skólanum til að fara.
Klukkan sex að morgni til á bílastæðinu í Madison |
Við þurftum að leggja af stað snemma, mjöög snemma. Við
hittumst öll rúmlega 5 að morgni til og keyrðum til Madison. Um klukkan sex
vorum við komin til Madison og tilbúin að fara í röðina. Við vorum fremst í
röðinni, enda mætt voðalega snemma! En þegar við vorum búin að vera í röðinni í
klukkutíma og röðin orðin nokkuð löng myndaðist ný röð annars staðar og fólk
hljóp þangað... Við misstum okkar fremsta spot í röðinni, við vorum ekkert of
ánægð með það en við vorum þó nokkuð framalega. Sagt var að þetta var gert til
að gera truflun svo leynilöggur eða eitthvað svoleiðis gátu blandað sér inn í
hópinn. Það var mjög mikil gæsla þarna, fullt af alls konar löggum og svona.
Þegar við vorum komin í þá röð beið okkar 5klst bið í röð. Við höfðum það bara
kósy, spiluðum og spjölluðum í sólinni. Mikið af hressu og skemmtilegu fólki í
röðinni.
Ég og Kourtney bíðandi |
Keypti svona flottar nælur, alveg inn í þessu haha |
Þótt ótrúlegt virðist þá leið þetta voðalega hratt og ég skemmti mér
vel. Þegar röðinni var loksins svo hleypt inn á svæðið þurftum við að fara í
gegnum svona flugvallar öryggis tjékk. Inn á svæðinu var alveg troðið, maður sá
svo leyniskyttur á þakinu á húsunum nálægt og öryggisfólk út um allt. Til að
byrja með var einhver hljómsveit að spila og svo komu fullt af eitthvernskonar
þingfólki að halda ræðu. Ræðurnar voru þó ótúlegt sé skemmtilegar. Og svo
síðast en ekki síst kom Barack Obama. Ræðan hans var frábær, ef ég gæti kostið
þá sannfærði hann mig allavega um að kjósa sig. Það var geggjað að sjá hann
svona í alvöru, sérstaklega því ég var að horfa á hann í sjónvarpinu deginum
áður. Allir voða spenntir og mikil stemming og allir með myndavélarnar uppi.
Obama er þarna að halda ræðu |
Þegar
ræðan hans var svo búin vorum við öll orðin svakalega þreytt á því að standa í
næstum 10 klst þarna í heild. Við fórum á matsölustað kallað Buffalo Wild
Wings. Það toppaði alveg daginn. Núna þegar ég er komin heim er ég að skoða
myndir og myndbönd sem ég tók og á svo eftir að læra fyrir tvö skyndipróf sem
eru á morgun. Svo ætla ég að reyna að fara snemma að sofa eftir þennan langa
dag!
ps haustið er komið, á götunum í Madison er allt út í laufblöðum í ýmsum litum voðalega flott! |
Æði, hlakka til að sjá fleiri myndir.
ReplyDelete