Eitthvað smá sem er að frétta af mér... skólinn gengur mjög
vel og gaman þar eins og venjulega. Eitt skemmtilegt sem ég hef gleymt að
nefna, að á hverjum degi í fyrsta tíma er farið með The Pledge of Allegiance,
sem er ákveðin vísa um bandaríkin. Krakkarnir og kennararnir standa upp, með
hendi á brjóst og horfa á fánann. Kona í kallkerfinu sem fer með þessa vísu. Þetta
á hverjum degi, finnst þetta allt smá ýkt, een
ég er í bandaríkjunum og þau eru svo sannarlega stolt þjóð! Hann hljómar
svona:
"I pledge allegiance to the Flag of the Inited States of America,
and to the Republic for which it stands, one Nation under God,
indivisible, with liberty and justice for all."
Síðasta föstudag var
fótboltaleikur eins og vanalega.
Strákarnir komust í undanúrslit. Því miður töpuðu þeir leiknum og þá
erum við út úr keppninni. Ekki meiri fótbolti hjá þeim strákunum. Ég og Mary
ætlum svo bráðum að fara á Badgers leik sem er college football hérna í
Wisconsin, mikil stemming á þeim leikjum og ég hlakka mjög til. Ætti að verða
eitthvað. Eftir fótboltaleikinn kíktum við fjórar stelpur á Haunted house, eða
svona draugahús. Það var mjög vel upp sett og já ég var hrædd!! Lifandi
carectarar sem eltu mann og svona creepy.
Olivia, Rachel og ég fyrir utan The Haunted House |
Núna svo þegar blak-tímabilið er búið er ég búin að vera
voða dugleg í ræktinni, og svo tekur körfuboltatímabilið við eftir sirka tvær
vikur! Já nóg að gera, vonandi verður körfuboltinn ágætur, hlakka til.
![]() |
Mjög léleg mynd en smá af tónleikunum |
Á mánudag fór ég í bío á Taken 2. Bíóið svaka stórt og
auðvitað poppið huges! Fannst mjög gaman að upplifa svona öðruvísi
bíóstemmingu. Svo í gær, þriðjudag, voru
fyrstu tónleikarnir mínir. Eins og áður hefur komið fram er ég í choir, sem eru
tímar í skólanum. Erum að syngja saman, kór eiginlega. Þetta voru bara litlir
tónleikar, næstu tónleikar munum við dansa við lögin líka og vera í búningum og
svona spennandi. Þannig þessir tónleikar voru bara litlir og góð upphitun. Fyrsta
skiptið mitt upp á sviði að syngja, fannst það bara mjög gaman. Svo er enn
stærri sýning, leiksýning líka, í Febrúar og þá er möguleiki á að syngja
einsöng ef maður vill. Kanski maður splæsir á eitt íslenskt lag hver veit.
Núna er ég bara heima, nýkomin úr rækt, tók 6,5km, er að
reyna að bæta þolið fyrir körfuna. Svo eru þurrkaðir bananar, eða banana chips,
random ég veit, er orðið upphálads millimálið mitt, og er í smá
tilraunastarfsemi að búa það til hérna heima, eigum svona þurrkuvél eða hvað
sem það heitir. Kosy kvöld framundan. Svo er skóli á morgun, en aðeins hálfann
daginn og frí á föstudag! Gaman gaman, ekkert mikið planað en það verður alltaf
eitthvað.
Þetta svona smá skrefin í hvernig maður gerir bananana,
hlakka til að sjá hvernig þetta kemur út :)
hlakka til að sjá hvernig þetta kemur út :)
Svo er Halloween að ganga í garð, Halloween party á laugadag
og öll hús og skólastofur og allt eru skreytt í bak og fyrir. Gaman að sjá
stemminguna fyrir þessu. Planið á morgun að skera út grasker með Catie systur,
ætti að verða spennandi, hef aldrei gert það áður.
No comments:
Post a Comment