Föstudagskvöldið fór ég með Megan og frænku hennar á
svokallað Corn Maze. Það er svona risastór maís akur sem er búið að gera völundarhús úr. Maður fær kort
til að hjálpa manni, það er samt mjög erfitt að fylgja kortinu þvi maður
villist fljótt þannig við vorum eiginlega bara að labba um eitthvert. Þetta gengur
svo út á að finna 10 stöðvar þarna og koma sér síðan út. Þetta var mjög gaman,
dimmt og allir með vasaljós og svona. Soldið kalt en ekkert sem maður höndlar
ekki.
Ég og Megan að byrja The Corn Maze |
Laugadagskvöldið var svo Halloween party hjá Ericu, einni
stelpunni í árgangnum. Fór að sjálfsögðu þangað, mjög gaman. Ég fór klædd sem
hunter, klædd í svaka appelsínugulan veiði-jakka og stóra boots. Vorum úti
mestallan timann, ástæðan að ég var hunter svo mér yrði ekki kalt! Það var
bonfire eins og vanalega og að sjálfsögðu varð mér ekkert kalt! Mikið mikið halloween
nammi í boði og allt skreytt voða flott!
Trick or Treat Ég og Mary |
Sunnudagur var smá letidagur. Skypað við fjölskylduna á
Íslandi meðan fjölskyldan hérna voru í kirkju. Svo átti næst yngsta systirin
21árs afmæli og það var smá afmælisboð hérna. Ég bakaði fyrir þau svokallaða
Mars köku, sem mamma er vön að baka fyrir afmæli, margir kannast kanski við þá
köku. Kakan sló í geng. Fyndið samt að það er hætt að framleiða Mars hérna í
bandaríkjunum, og fáir muna eftir þessu súkkulaðistykki. Notaði Snickers Almond
í staðin, kom bara vel út. Má segja að þetta var þá Snickers kakan ekki Mars
kakan.
Miðvikudarinn 31.oktober er svo Halloween dagurinn. Sumir klæddir
í búning í skólanum, annars var þetta bara mjög venjulegur skóladagur. Eftir skóla
fórum við 4 stelpur að Trick or Treat-a. Maður er víst ekkert of gamall í þetta
sem betur fer, hef alltaf langað að prufa þetta og þetta var bara gaman. Við fengum
fullt fullt af nammi. Gaman að sjá hvaða sumir taka þetta alla leið, skreyta
húsin alveg og eru í búningum sjálf. Gaman að sjá þessa stemmingu. Eftir þetta
fórum við í bíó, í búningunum auðvitað. Silent hill heitir myndir, scary movie
í tilefni dagsins. Mjög spes mynd en alltilagi. Að því loknu fór ég heim og er
Halloween þetta árið að lokum.
Girnilega nammið komið í skál |
Takk fyrir að lesa bloggið:) kv súpergirl! |
Super flott
ReplyDeleteSUPER WOMEN - SUPER NICE!!!
ReplyDelete