Sunday, November 11, 2012

yndislegu Rio krakkarnir
Þessi helgi er búin að vera skemmtileg og mikið að gera. Á föstudag fór ég í keilu með krökkunum hérna. Fórum í keilu hérna í Rio sem var lítill og krúttlegur keilusalur. Eftir keiluna fórum við í bíó og svo fór ég bara heim eftir það. Rólegt og gaman.

Á laugadeginum fórum við til Chicago. Ég, Jane-host mamman-, Rachel og Emily systurnar fórum og lögðum af stað klukkan 8am. Við tókum rútu alla leið og rútan skilaði okkur svo beint í miðjum bænum. Þannig við byrjuðum bara að skanna allar búðirnar og ég náði að versla mér eitthvað, skólaföt og úlpu og svona. Passaði mig samt að verða ekki að brjálaða íslendinga shopparanum sem kemur fyrir marga islendinga í svona ferðum. Veðrið var mjög gott, það var alveg 23° hiti. Það kom samt sem áður heavy rigning stundum en þetta var samt bara fínt. Borgin alveg troðin af fólki og lífi. Klukkan tíu um kvöldið vorum við svo komin heim, þreytt og sátt eftir langan og góðan dag.
Chicago


Sunnudagurinn fór ég á Badgers körfuboltaleik með einni stelpunni hérna, Kourtney. Badgers er liðið hérna í Madison. Þetta var bara æðisleg upplifun. Við komum þarna og þarna inni var lítil búð með allt sem þú getur ýmindað þér Wisconsin föt og hlutir. Svo er allt troðið af fólki klætt í rautt og hvítt, badgers litirnir. Við vorum með mjög góð sæti og í byrjun þá bað einn sjónvarpsgaur okkur um að sitja fyrir aftan þau þannig já við komum í sjónvarpinu! En ekki vera of spennt, lappirnar á okkur sáust bara.. Ótrúleg stemming á leiknum, klappstýrur og hljómsveit og svona. Það voru tvær gerðir af klappstýrum, þær sem hoppuðu og skoppuðu út í loftið og aðrar sem dönsuðu meira. Þær voru voða flottar og körfuboltagaurarnir líka. Badgers rústuðu leiknum, eru víst voða góðir. Hlakka bara til að fara á fleiri svona leiki!

En já núna er klukkan að slá fimm hérna hjá mér og bara heimalærdómur eftir þar sem ég hef ekkert getað komið honum inní þessa busy helgi. Svo er samt planað að kíka aðeins í basket í kvöld, æfingin skapar meistarann er sagt (:
ég og kourtney
skelli svo fleiri myndum á facebook!:)





1 comment:

  1. You benn to Chicago, nice, i ll go there soon, too. :D

    ReplyDelete