
Jæja þessa vikuna var Thanksgiving vika. Skólavikan stutt, á
miðvikudeginum var noon dismissal, og skólinn búinn um hádegi. Við körfuboltastelpurnar
skelltum okkur í hópmyndatöku fyrir eitthvað plakat sem mun verða við einn leik
hjá okkur í vetur. Við vorum klæddar í svona veiðigalla, eða föt í felulitunum
eins og þegar fólk fer að skjóta dýr, veit ekki hvað það er kallað. Sumar voru
með boga og svona, alveg frekar nett. Myndin hérna af mér og söru klæddar svona. Seinna um daginn fór ég með tvemur
stelpum aðeins lengra frá Rio í sveit. Var þar í nokkra stund, fór á hestbak og
leyfði kálfi að sjúga á mér puttana, það var frekar fyndið.
 |
hestbak |
Svo fimmtudagurinn sjálfur er Thanksgiving. Hérna heima var
hádegismataboð með kalkúninum og öllu tilheyrandi. Pumpkin pies aðaleftirrétturinn, eðal amerískt. Komu fullt af fólki í
heimsókn. Seinna um daginn fór ég heim til Kourtney og borðaði máltíð nr 2 með
þeim. Fjölskyldan hennar er alveg yndisleg og alltaf að bjóða mér í heimsókn.

Á föstudeginum er svokallaður Black Friday. Það er bara
svona dagur það sem allt fer á útsölur og allir fyllast kaupæði. Auðvitað fór
ég, sleppi ekki verslunartækifæri. Ég fór á fimmtudagskvöldinu með 3 stelpum,
mollið opnaði klukkan 12 um kvöldið. Við vorum að versla alla nótt og var komin
heim um hálf fjögur leytið. Sumar búðirnar eins og Bestu Buy og Target voru með
langa biðröð fyrir utan búðirnar og svo heavy langa röð inn í líka, brjálæði. Svo
föstudagsmorgun vaknaði ég kl 7 með Kourtney og við fórum aftur að versla
aðeins því hún fór ekki um nóttina. Fekk aðeins lítinn svefn en það er í lagi. Maður
náði að næla sér í nokkur góð tilboð, bara gaman. Eftir þetta fórum við heim
til Kourtney og horfðum á mynd og lögðum okkur smá. Svo var körfuboltaæfing. Helgin er bara hálfnuð, körfuboltaleikur hjá mér á morgun og svona skemmtilegheit.
 |
óskýr mynd en fólk í röð fyrir utan um nóttina,
eitt tjald þarna sem einhver gáfaður hafði tjaldað |
 |
Svo þegar Thanksgiving er búið verða ameríkanarnir að hafa eitthvern holiday til að halda upp á, það er byrjað að spila jólalög í útvarpinu á fullu, jólamyndir í sjónvarpinu og já Kohlwey fjölskyldan er búin að setja upp jólaskraut og jólatré!! Finnst þetta fullsnemmt en samt bara ágætt, eitthvað til að hlakka til:) Bææ í bili Ísland |
No comments:
Post a Comment