Wednesday, August 22, 2012

Fyrsti leikurinn

Jæja fyrsti blakleikurinn var í gær. Eftir að hafa verið á 4 tíma æfingum síðustu vikuna var komið að þvi. Við fórum í rútu, svona appelsínugula típísk ameríska skólarútu, í svona tuttugu mínotur og komum svo að skólanum. Leikurinn gekk ágætlega, við töpuðum samt haha en við stóðum okkur vel! Mér var allavega hrósað fyrir minn fyrsta leik sem ég var bara nokkuð  sátt með :)
Eftir leikinn fórum við öll saman að borða á BB Jack's sem er matsölustaður í Rio. Það var mjög gaman og allir kátir þótt að við töpuðum.
Fyrr um daginn fór ég í skólann með Jane og setti upp stundatöfluna mína. Er ekki alveg viss hvernig það verður samt, ætla bara að prufa og sjá en er í til dæmis heimilisfræði, íþróttum, stærðfræði, ensku og sögu og þess konar fögum:) vonandi verður það allt gaman bara.
Hér er ein mynd úr leiknum..
Þar til næst -Svava

2 comments:

  1. Áfram Svava og beint í landsliðið í blaki engin spurning.
    Gaman að heyra frá þér Svava mín og vonandi hefur þú það yndislegt.
    Til að þú fáir smá fréttir frá Skógarásnum þá er Ása komin heim frá Mallorca, mareneruð og brún. Júlía er líka komin heim frá dansferðinni í London og er þreytt og útversluð.

    Bkv.
    Búbbi og Skógarásgengið

    ReplyDelete
    Replies
    1. Það er gott að heyra!
      Takk fyrir að vera að fylgjast með blogginu :) Gaman að heyra í ykkur. Bið að heilsa

      Delete