Jæja síðustu dagar hafa verið frekar skemmtilegir. Miðvikudaginn fór ég á softball leik, með tvemur stelpum úr blakliðinu. Svo það kvöld hitti ég fleira fólk og endaði svo í göngutúr um Rio, sem tók ekki langan tíma þar sem bærinn er ekki stór haha.
Á fimmtudaginn fór ég með Catilin sys og kærasta hennar og vinum á the fair. Veit ekki íslenska orðið yfir það. En þetta var svona lítil hátíð þar sem voru tívolítæki, FULLT af djúpsteiktum mat og svo meiri afþreying til að eyða peningi. Þetta var mjög gaman að skoða sig þarna um í góða veðrinu og fór ég í eitt tæki sem fór á hvolf og læti, það var gaman. Síðar það kvold fór ég heim til Caitie og við horfðum smá á The king of queens.
Föstudagurinn byrjaði svo á blakæfingu eins og allir hinir dagarnir frá 8-12. Fyrsti leikurinn er svo á þriðjudag ! Svo fór ég með Caitie í verslunarferð í Madison. Auðvitað fann ég mér einhvað í H&M og Forever 21, og splæsti svo á mig MCdonalds, svona smá trít. Svo var ég bara að lesa restina af kvoldinu og kikti smá á fb. Er búin að lesa mjög mikið, tvær bækur búnar. Að lesa er góð afþreying þegar ég hef ekkert að gera eins og stundum gerist hér !
Svo í dag er laugadagur og ég vaknaði kl 6 og fór í yoga tíma og svo beint í spinning tíma með mamaJane. Fyrir mér var þetta að vakna snemma en fyrir henni var þetta að sofa aðeins út. Hún vaknar venjulegakl hálf fjögur til að fara í rækt og svo vinnu ! En eftir þetta ræktarstúss fengum við okkur að borða á kaffihúsi nálægt og svo fór ég bara heim. Í dag fer ég svo með Caitie að hitta næst elstu dóttur Jane og Joel sem býr svona hálftíma fjarðlægð. Kíkjum kanski einhvað í bæinn og svona veit ekki.
bæj í bili
Love Svava
No comments:
Post a Comment