síðustu dagar hafa verið áhugaverðir og skemmtilegir. Á sunnudag var planið að fara í smá hjólatúr um Madison en þann dag rigndi mikið þannig það var hætt við það. Í staðin fórum við í bíó á myndina The Intouchables sem var mjög góð mynd, og svo fengum við okkur pítsu á einhverjum ítölskum pítsustað. Get sagt ykkur það að það jafnast ekkert á við pítsurnar hérna heima hjá Elsofninum!
Í gær fór ég svo með Emily og vini hennar á ströndina, Devils Lake hét staðurinn. Við fórum einnig annað þar sem var vatn og við syntum í því, vatnið var íííískalt en náttúran og landslagið þar var mjög flott. Seinna þann dag áttum við fyrsta heimaleikinn okkar. Mitt lið JV unnum !! :)
Í dag vöknuðum ég og Emily snemma því við áttum pantaðann tíma í einkaþjálfum saman. Eftir góða workout fór Emily í klippingu og ég var aðeins lengur í ræktinni og fór svo í sundlaugina sem er í ræktinni og sleikti sólina aðeins. Í dag var hitinn alveg upp í 90°F, svaðalega heitt! Og sagt er að morgundagurinn á að vera enn heitari. Svo var blakæfing eins og venjulega, þriggja tíma æfing. Um kvoldið var svona semi velkom party þar sem blakstelpurnar og fleiri senior krakkar komu heim til okkar. Við vorum með eld í garðinum og grilluðum sykurpúða og einhvað sem þau kalla Smurfs eða einhvað man ekki alveg. Það er allavega kex, súkkurlaði og sykurpúðar blandað saman. Það er alveg ágætt, en ekkert það besta sem ég hef smakkað. Svo vorum við líka mikið í kjallaranum því þau eiga þythokkíborð, borðtennisborð og poolborð þar ásamt kosy sjónvarpsaðstöðu. Elska kjallarann hann er mjög nettur. Tók ekki margar myndir :( Sýndi nokkrum nokkur íslensk lög af ipodnum mínum, þau voru að fíla lögin, finnst íslenska voða flott tungumál, einhvað sem þeim finnst voða skrítið að heyra en samt áhugavert. Ég er hissa hversu vel fólk ber fram nafnið mitt Svava. En þegar ég segi eftirnafnið mitt þá eru þau bara what og reyna ekki einu sinni að segja það haha. En það er í lagi, Svava er fínt :) En kvöldið var mjög gaman og núna voru síðasta fólkið að fara og ég ákvað að blogga aðeins áður en ég fer að sofa. Á morgun er svo annar blakleikur!
No comments:
Post a Comment