Jæja ég er komin á áfangastað sem er Rio í Wisconsin. Ég hóf ferðalagið á miðvikudaginn með tvemur íslendingum, Gunnari og Sigrúnu. Við flugum til Minniapolis þar sem við áttum að fara í tengiflug til Chicago. Við hlupum um flugvöllinn til að reyna að finna hina vélina en þegar við komum að hliðinu var sagt okkur að við höfðum misst af vélinni. Konan sem vann hjá flugfélaginu var ofboðslega nice, eins og margir bandaríkjamenn eru og hjálpaði hún okkur að redda þessu. Við vorum sett í vél kl 6 um morguninn næsta. Þannig við gistum á hóteli með AFS sjálfboðaliða, sváfum í 4 klst og fórum svo í flug. Í Chicago tjilluðum við á hóteli, sem var gaman og ekki gaman. Það var frekar langdregið þar sem það var ekkert planað, bara bíða eftir rútunum. Svo um kvoldið fór ég með rútu í bæ sem heitir Columbus og vorum við þar krakkar saman sem voru að fara á sama svæði.
Þá er kominn föstudagur og loksins hitti í fjölsylduna. Hún sækir mig og við förum og fáum okkur að borða og svo heim. Um helgina var ekki mikið að gera, fór með Jane (host mömmunni) í ræktina, svaka flott rækt þarna í grennd. Auðvitað var heimþráin farin að gera vart við sig en ég reyni að hugsa sem minnst um það.
Næst elsta dóttir Jane og Joel (host parents) býr í grennd og bauð okkur svo eitt kvoldið í camp fire þar sem þau grilla sykurpúða, setja það svo á milli kexs sem er með súkkulaði á! Ég smakkaði það, fannst það ekkert það gott en þetta er einhver menning hjá þeim þarna að gera þetta á sumrin með börnunum.
Matavenjur fjölsyldunnar er mjög góð, þau rækta sitt eigið grænmeti og ávexti þannig það er alltaf á borðstólnum. Þau eiga stóran akur sem þau sjá samt ekki um heldur einhver annar. En grænmetið rækta þau sjálf. Held ég sé búin að borða meira grænmeti núna heldur en í allt sumar !
Í dag fór ég svo á fyrstu blakæfinguna mína þar sem Emily (host systir) er að æfa blak. Það var fjögurra tíma æfing sem var bara frekar gaman. Hitti loks fleira fólk sem mun vera með mér í skólanum sem byrjar 4. september. Svo í dag kom Catilin í heimsókn sem er dóttir Jane og Joel en er flutt að heiman. Hún var voðalega nice og við ætlum kanski að gera einhvað skemmtilegt áður en skólinn byrjar. Ég er enn ekki búin að taka neinar myndir sem mér finnst leiðinlegt, verð að reyna að bæta mig í því !!
Þetta var bara svona smá info um hvað ég er buin að vera að gera hérna.. Blogga kanski meira síðar !
No comments:
Post a Comment