Sunday, September 2, 2012

Jæja gærdagurinn, Laugadagur var góður dagur. Ég vaknaði kl 7 og fór með Jane og Joel og þremur barnabörnum þeirra í svokallað Chocolate Chase, þar sem hjólað er til að safna pening fyrir krabbameinssjúk börn. Fyrir þennan góða málstað hjóluðum við 10miles sem er um 16 km. Eftir það var boðið uppá smá mat og auðvitað súkkulaði!
Þegar við komum heim kíktum við Jane í ræktinna og lyftum smá lóðum. Við fórum svo að versla í matinn. Þegar ég kom heim hvíldi ég mig smá því framundan var The Senior Campout, þar sem krakkarnir í Senior árgangnum hittast og tjalda saman og kveikja eld og hafa það gaman alla nóttina. Vildi hvíla mig smá til að geta endst alla nóttina :)
Klukkan 7 fór ég og Emily heim til Corurty þar sem campoutið var, hún býr smá frá bænum í risa húsi með svaka flottan garð ! Þar tjölduðum við tjöldunum og borðuðum svo saman hamborgara og meðlæti. Kvöldið var svo mjög gaman, sátum við eldinn og spjölluðum saman, fórum í leiki og svona. Auðvitað fékk ég nokkur bit og þar á meðal eitt á ennið! Já ég losna aldrei undan þessum moskítóflugum. Skrítið að vera í útilegu og þurfa bara að vera í einni peysu og ekki vera að frjósa úr kulda haha. Þetta kvöld hitti ég nokkra nýja krakka sem verða í bekknum mínum og einnig voru þarna stelpur sem ég hef kynnst áður. Mér líst bara vel á þennan hóp :)
Nú er ég komin heim, sit við skrifborðið mitt og blogga, borða Cherios og klóra mér í bitunum sem ég græddi í gær! Svo í dag veit ég ekki hvað ég geri, er frekar þreytt svaf bara í 4 klst en vil ekki snúa sólahringnum við þannig ég held mér vakandi! Skólinn byrjar svo á þriðjudaginn, hlakka voða til. Allt á uppleið núna :)
Þar til næst -Svava ;)

No comments:

Post a Comment