Hæ ég heiti Svava Helgadóttir og er frá Íslandi, Reykjavík. Ég er að fara sem skiptinemi til Wisconsin usa í lítinn bæ sem heitir Rio. Ég mun búa þar í 11 mánuði. Hér ætla ég að reyna að vera dugleg að blogga og segja frá minni reynslu þar.
Sunday, September 23, 2012
Ævintýrið heldur áfram og það eru 46 dagar síðan ég steig í flugvélina
á Keflavíkurflugvelli. Ekki viss hvort mér finnst ég hafa verið hérna lengur
eða styttra en þessa 46 daga en þetta líður allt mjög hratt. Veðrið hérna hefur
kólnað aðeins en samt hætta þeir ekkert að nota loftræstingakerfið í skólanum
og búðum og er mér oft skítkalt inni. Vona að þau fari að setja hitann í gang
soon. En já stelpan frá Íslandi verður kalt stundum! Það finnst sumum skrítið. Komst svo að því að árið 1997-1998 var íslenskur skiptinemi hérna í Rio High School. Þannig ég er íslendingur númer 2 í þessum litla bæ..
![]() |
Skólinn að utan |
Það sem ég hef verið að bralla undafarið er margt og mikið.
Síðustu helgi fór ég til Madison að versla smá með Mary, Kourtney og Mariah.
Auðvitað náði maður að versla sitt, en þarf að fara aftur til að versla smá
fyrir veturinn, hata það ekkert. Svo á Sunnudeginum eyddi ég mest öllum deginum
á AFS námskeiði sem var heila 5klst. En það var ágætt þar, alltaf verið að tala
um það sama þó, en ég hitti marga krakka frá mismunandi löndu, krakka sem ég
mun vera að hitta annars slagið út árið. Marchia, afs trúnaðarmaðurinn minn,
fór með mig þangað og við fengum okkur einnig hádegir og kvoldmat saman. Náðum
góðu spjalli þar en það er einmitt hennar starf að sjá til að það verði engin
vandamál hjá mér og ef svo verður að leysa þau á sem besta máta. Hún er fínasta
kona. Algjör ameríkani.
húsið, herbergið mitt er þarna efst |
Vikan leið mjög
hratt. Keppti á þriðjudeginum og svo einnig á fimmtudeginum í blaki. Gengur
ekki alveg sem best en þá er eina leiðin sem hægt er að fara er upp. Fór í 3
próf, gekk mjög vel fannst mér. Í skólanum er mjög gaman, auðvitað eru
leiðinlegir tímar stundum en krakkarnir hérna og starfsfólkið er mjög hlýlegt.
Allir voða vinalegir og hrósa manni alveg hægri vinstri, hárið mitt fær hrós að
minnsta kosti tvisvar á dag, greinilega voða ljóst og fínt.
Í gær Laugadag var svo blakmót hérna í Rio við kepptum 3 leiki en
komumst ekki í úrslit. Eftir það var fjölskyldumyndataka úti. Þar voru allar
fjórar stelpurnar sem Jane og Joel eiga og eigimenn þeirra og börn, 15 manna hópur.
Í dag skype-aði ég í fysta sinn við fjölskylduna! Mikið og margt
sem þurfti að tala um og það var æðislegt að sjá þau öll aftur!
Næsta vika ætti að vera nokkuð venjuleg bara, nokkrir blakleikir,
próf og svona gamanheit.
Vanilla coke, mello yello.. Mikið úrval af gosinu, þetta er víst meðal þeirra vinsælu! Ég get sagt ykkur að ég er komin í gosbindindi, er ekki búin og ætla mér ekki að drekka neitt gos hérna í usa! |
Framundan er svo Homecomming! Allir voða spennir fyrir því og þar
á meðal ég þó ég viti ekki alveg hvernig það gengur fyrir sig. Öll vikan er
þemavika, svo er fótboltaleikur á föstudagskvöldið sem verður mjög mikil
stemming fyrir og á Laugadeginum er svo kosið Homecomming queen og Homecomming
king! Næstu helgi er planið að fara að versla sér eitt stykki fínan kjól til að
vera í. Sú vika ætti að vera geggjuð og verður margt að gerast, ég mun segja
ykkur frá því öllu þegar það kemur að því J Eftir Homecomming kemur Halloween, Thanksgiving,
Black Friday, verslunarferð til Chicago
og meira með! Ætti ekki að leiðast mikið fram að jólum!
![]() |
Bæ í bili -með bestu kveðju frá Rio |
Wednesday, September 12, 2012
Undafarnir dagar hafa verið skóladagar og eru þeir allir eins eiginlega. Ég er með sömu stundatöflu alltaf. Ég breytti stundatöflunni minni smá, í stað fyrir leikfimi er ég í tíma sem er kallaður Choir, þetta er svona söng og danstími og svo er sett upp ýmsar sýningar og svona í lokin eða eitthvað. Ekki alveg minn stíll en maður verður að prufa :) Vonandi verður þetta bara gaman, skemmtilegir krakkar í hópnum og svona. En eins og ég segi þá eru skóladagarnir eins, byrja 8:10 enda 3:28. Vanalega eru blakleikir á þriðjudögum og fimmtudögum og þá æfingar beint eftir skóla hina dagana. Maður er allavega nógu upptekinn með skólann og æfingar og svona.
Í gær var heimaleikur, mitt lið vann ekki. Erum ekki alveg að standa okkur sem best eins og er, en aðalatriðið er víst bara að hafa gaman. Blak er ágætisíþrótt! Þegar blaksesonið er búið, eftir svona mánuð held ég, er málið að skella sér í körfuboltann. Það er allavega planið, sjá hvernig mér gengur þar..
Á morgun er leikur, sérstakur leikur til styrktar krabbameinssjúka, fengum sérstakar treyjur fyrir það og allt saman. Föstudagskvöld er svo fótboltaleikur hér í Rio. Það er fótboltaleikur öll föstudagskvöld og gerir fólk ekkert annað á föstudagskvöldum en að horfa á fótbolta! Fótboltastrákarnir eru að standa sig vel, þeir eru bunir að vinna alla sína leiki :)
Svo á Laugadaginn er planið að fara að versla, smá haust shopping, maður hatar það ekkert. Við erum 3 ef ekki fleiri stelpur að fara.. Á sunnudag er síðan AFS 6 vikna prógramm sem ég verð að mæta á og fer þangað með Marcha sem er konan sem á að hjálpa mér í gegnum vandamál ef það eru einhver. Inn á milli verð ég víst að læra heimavinnu einhvað þar sem það er hlaðið á okkur heimavinnu á hverjum einasta degi! Og þau eru öll skilaverkefni þannig það er erfitt að komast hjá því að gera ekki heimavinnuna.
Jæja þetta var ekkert voða áhugavert blogg en ákvað samt sem áður að skella einu inn.
Sakna heim en hlakka samt til framhaldsins! Bið að heilsa gott fólk :)
Erica, ég og Mary á fótboltaleik |
Á morgun er leikur, sérstakur leikur til styrktar krabbameinssjúka, fengum sérstakar treyjur fyrir það og allt saman. Föstudagskvöld er svo fótboltaleikur hér í Rio. Það er fótboltaleikur öll föstudagskvöld og gerir fólk ekkert annað á föstudagskvöldum en að horfa á fótbolta! Fótboltastrákarnir eru að standa sig vel, þeir eru bunir að vinna alla sína leiki :)
Bolur sem ég fekk að gjöf, þetta er Wisconsin dýrið, voða sætur bolur |
Jæja þetta var ekkert voða áhugavert blogg en ákvað samt sem áður að skella einu inn.
Sakna heim en hlakka samt til framhaldsins! Bið að heilsa gott fólk :)
Wednesday, September 5, 2012
Fyrsti skóladagurinn
Fyrsti skóladagurinn var í gær. Einn Senior krakkinn bauð okkur öllum í morgunmat heim til sín fyrir skólann. Þannig kl 7:15 fór ég og Emily heim til hans í pönnukökur, egg, beyglur og margt fleira. Góð leið til að byrja árið! Svo þegar komið var í skólann hélt skólastjórinn smá ræðu fyrir allan skólann. Þar taldi hann upp það sem má og það sem má ekki. Hann taldi upp alls konar reglur sumarhverjar alveg fáránlegar að mínu mati allavega. Hann talaði um The dress Code og símanoktun og þess háttar. Mikill agi í þessum amerísku skólum, sem er bara gott. Svo er ein regla að það má ekki vera á göngunum þegar það eru fríminútur eða hádegishlé, það er alveg starfsfólk að passa upp á að enginn sé þar, skil ekki alveg afhverju sú regla er. Svo ef þú þarft að fara á klósettið í tíma þarftu að fá sérstakt skriflegt leyfi frá kennara, og það eru flestir kennarar sem leyfa bara alls ekki neitt ráp úr tíma. Á sal þurfti ég svo að fara upp og segja nafnið mitt og kynna mig smá og svona, það var frekar stressandi en ég ræð við það!
Stundataflan mín er svo þannig að ég byrja í Ensku tíma, sem heitir English Collage prep, áfangi sem er svolítið erfiður held ég þar sem er lesið mikið og skrifað, en vonandi ræð ég alveg við það. Sá kennari er voða indæll og hefur greinilega mikinn áhuga á því að tala! Næst er svo smá matapása þar sem þú getur fengið mat úr kaffiteríunni, er ekki búin að skoða það mikið en mér sýnist það vera mestallt möffins, chocolate milk og einhvað svoleiðis gúrmelaði, ekkert hollt snarl. Skólinn gefur mér mat ef ég vil frítt en ég held að ég muni koma með einhvað nesti eins mikið og ég get..
Svo er næsti tími "Home room" sem er svona frítími eiginlega, þar eru sagðar tilkynningar í gegnum svona kallkerfi og þú getur unnið að einhverju sem þú átt eftir að gera.
Næsti tími hjá mér er Consumer Ad sem er held ég svolítið eins og hagfræði + að reikna vexti og taxa. Kannast allavega einhvað við hugtökin þarna en allt þetta á ensku sem er auðvitað nýtt fyrir mér. Þriðji tíminn minn er heimilisfræði eða "Colonary arts" sem er bæði verklegt og einnig bóklegt og ég held að það verði skemmtilegur tími. Kennarinn minn þar er einnig blak þjálfarinn minn svo ég þekki hana vel. Svo kemur að American History. Mér hefur aldrei fundið sögu tímar mjög skemmtilegir þar sem ég á eftitt að muna það sem kennarinn blaðrar, og þessi kennari talar mjög hratt og mikið þannig ég á svolitið erfitt með að fylgjast almennilega með og ná að einbeita mér, en það er kanski bara svona fyrst þegar ég er óvön allri þessari ensku :) Ég hef samt fengið mörg hrós fyrir góða ensku og sumir furða sig á því að þetta er ekki móðurmálið mitt.
Síðasti tíminn fyrir hádegi er svo spænska. Þar erum við 6 saman í tímnum haha, en það er bara kosy. Svo kemur að hádegismat. Þar er mataröð og þarna er alvöru amerískur matur. Í gær var pitsa og í dag hamborgari og snakk. Það er lika sallat og ávextir í boði sem er gott! Ég segi ekki að maturinn sé vondur alls ekki en ég veit að hann er alls ekki hollur! Eftir hádegi fer ég í tíma sem er kallaður "Study Hall" sem er tími þar sem þú gerir það sem þú vilt gera, lesa, læra, glósa, bara allt sem þú þarft sem er námstengt, mjög hentugt að klára heimavinnuna eins mikið og maður getur þarna. Heimavinnan er slatti! Svo er íþróttatími og svo er síðasti tíminn Algebra. Algebra er ekki erfitt fag en að heyra öll hugtökin á ensku og þessa stærðfræðiensku á ég eftir að venjast. Einnig að reikna með pounds, feet og yards og þess háttar því þessir ameríkanar nota ekki metrakerfið. Þannig ég er ekki bara að læra stærðfræði heldur einnig læra mikinn orðaforða eins og í flestum fögum einnig. Skólinn klárast svo 3:28. Já þetta er allt voða nákvæmt þarna. Tímarnir eru 44 mínotur og 4 mínotur á milli tíma þannig tímarnir lenda allir einhvað 11:02 eða þess háttar. Svo fær enginn að fara fyrr úr tíma. Það sitja allir kyrr þangað til að bjallan hringir, ekki séns að fá að fara 5 mín fyrr. Allar skólabækurnar eru mjög stórar og alltof þungar. En sem betur fer er ég með skáp fyrir allt dótið mitt þar sem ég geymi bækurnar og svona og tek þær ekkert með mér heim ef ég hef klárað heimavinnuna í Study Hall. Svo er ég einnig með gym locker sem ég get geymt íþrótta og blak dótið mitt. Þannig ég er ekki mikið að burðast með dót fram og aftur.
Þennan fyrsta skóladag var leikur í blakinu. Það var útileikur þannig við skelltum okkur í gömlu góðu, gulu skólarútuna og keyrðum af stað. Við unnum því miður ekki leikinn en ég stóð mig samt sem áður mjög vel og var valin maður leiksins og fekk að launum The spirit stick sem ég fæ að geyma þangað til næsta leik :) The spirit stick er bara svona smá verðlaun sem einn leikmaður fær eftir hvern leik, gamangaman. Næsti leikur er svo á fimmtudag, heimaleikur :). Á leiðinni heim var veðrið alveg svakalegt. Það voru þrumur og eldingar og svakaleg rigning. Dálítið creepy veður þar sem við erum ekki vön svo svakalegu hérna á Íslandi. En tré féllu niður og hlutir fuku og svona læti. Eftir þennan dag var voða gott að komast upp í rúm og sofna!
Svo í allt annað, þá á Sunnudag þá fór ég til Madison, stórborgina sem er í 20 min fjarðlægð. Þar var í gangi hátíð sem er kölluð The taste of Madison. Þar eru fólk með bása að auglýsa matinn sinn, við löbbuðum þar um í steikjandi hita og leyfðum bragðlaukunum að njóta sín smá.
Stundataflan mín er svo þannig að ég byrja í Ensku tíma, sem heitir English Collage prep, áfangi sem er svolítið erfiður held ég þar sem er lesið mikið og skrifað, en vonandi ræð ég alveg við það. Sá kennari er voða indæll og hefur greinilega mikinn áhuga á því að tala! Næst er svo smá matapása þar sem þú getur fengið mat úr kaffiteríunni, er ekki búin að skoða það mikið en mér sýnist það vera mestallt möffins, chocolate milk og einhvað svoleiðis gúrmelaði, ekkert hollt snarl. Skólinn gefur mér mat ef ég vil frítt en ég held að ég muni koma með einhvað nesti eins mikið og ég get..
Svo er næsti tími "Home room" sem er svona frítími eiginlega, þar eru sagðar tilkynningar í gegnum svona kallkerfi og þú getur unnið að einhverju sem þú átt eftir að gera.
Næsti tími hjá mér er Consumer Ad sem er held ég svolítið eins og hagfræði + að reikna vexti og taxa. Kannast allavega einhvað við hugtökin þarna en allt þetta á ensku sem er auðvitað nýtt fyrir mér. Þriðji tíminn minn er heimilisfræði eða "Colonary arts" sem er bæði verklegt og einnig bóklegt og ég held að það verði skemmtilegur tími. Kennarinn minn þar er einnig blak þjálfarinn minn svo ég þekki hana vel. Svo kemur að American History. Mér hefur aldrei fundið sögu tímar mjög skemmtilegir þar sem ég á eftitt að muna það sem kennarinn blaðrar, og þessi kennari talar mjög hratt og mikið þannig ég á svolitið erfitt með að fylgjast almennilega með og ná að einbeita mér, en það er kanski bara svona fyrst þegar ég er óvön allri þessari ensku :) Ég hef samt fengið mörg hrós fyrir góða ensku og sumir furða sig á því að þetta er ekki móðurmálið mitt.
Síðasti tíminn fyrir hádegi er svo spænska. Þar erum við 6 saman í tímnum haha, en það er bara kosy. Svo kemur að hádegismat. Þar er mataröð og þarna er alvöru amerískur matur. Í gær var pitsa og í dag hamborgari og snakk. Það er lika sallat og ávextir í boði sem er gott! Ég segi ekki að maturinn sé vondur alls ekki en ég veit að hann er alls ekki hollur! Eftir hádegi fer ég í tíma sem er kallaður "Study Hall" sem er tími þar sem þú gerir það sem þú vilt gera, lesa, læra, glósa, bara allt sem þú þarft sem er námstengt, mjög hentugt að klára heimavinnuna eins mikið og maður getur þarna. Heimavinnan er slatti! Svo er íþróttatími og svo er síðasti tíminn Algebra. Algebra er ekki erfitt fag en að heyra öll hugtökin á ensku og þessa stærðfræðiensku á ég eftir að venjast. Einnig að reikna með pounds, feet og yards og þess háttar því þessir ameríkanar nota ekki metrakerfið. Þannig ég er ekki bara að læra stærðfræði heldur einnig læra mikinn orðaforða eins og í flestum fögum einnig. Skólinn klárast svo 3:28. Já þetta er allt voða nákvæmt þarna. Tímarnir eru 44 mínotur og 4 mínotur á milli tíma þannig tímarnir lenda allir einhvað 11:02 eða þess háttar. Svo fær enginn að fara fyrr úr tíma. Það sitja allir kyrr þangað til að bjallan hringir, ekki séns að fá að fara 5 mín fyrr. Allar skólabækurnar eru mjög stórar og alltof þungar. En sem betur fer er ég með skáp fyrir allt dótið mitt þar sem ég geymi bækurnar og svona og tek þær ekkert með mér heim ef ég hef klárað heimavinnuna í Study Hall. Svo er ég einnig með gym locker sem ég get geymt íþrótta og blak dótið mitt. Þannig ég er ekki mikið að burðast með dót fram og aftur.
Skáparnir á Senior Hallway |
The spirit stick og treyjan mín |
Skóladagurinn í dag var svo svipaður. Ég er með sömu stundatöflu alla dagana þannig það er ekki erfitt að muna hvert á að fara. Svo alltaf beint eftir skóla er tveggja tíma æfing ef það er ekki leikur. Jæja þetta voru fyrstu tveir skóladagarnir, vonandi verða næstu jafngóðir, efst ekki um það, allir voða spenntir að vera The Seniors, lang besta árið hef ég heyrt !
Eftir það fórum við í smá hjólatúr um Madison, voða fallegt allt þarna! Þegar við komum til baka að bílnum sáum við að það var sjóskíða sýning. Krakkarnir þarna voru alveg frá 3 ára aldri. Voða flott sýning. Eftir það fórum við og fengum okkur pitsu. Seinna um kvöldið hitti ég nokkrar stelpur, fórum og keyptum okkur ís í búð sem heitir Culver's, sem er mjög vinsæll matsölustaður meðal krakkanna hérna og auðvitað er það skyndibitastaður álíka Mc Donalds. Endaði það kvöld alveg dauðþreytt enda var ég ekki búin að sofa mikið vegna Camp outsins sem var daginn áður!
Vonandi var einhvað var í þetta blogg, þangað til næst
-Svava
Sunday, September 2, 2012
Jæja gærdagurinn, Laugadagur var góður dagur. Ég vaknaði kl 7 og fór með Jane og Joel og þremur barnabörnum þeirra í svokallað Chocolate Chase, þar sem hjólað er til að safna pening fyrir krabbameinssjúk börn. Fyrir þennan góða málstað hjóluðum við 10miles sem er um 16 km. Eftir það var boðið uppá smá mat og auðvitað súkkulaði!
Þegar við komum heim kíktum við Jane í ræktinna og lyftum smá lóðum. Við fórum svo að versla í matinn. Þegar ég kom heim hvíldi ég mig smá því framundan var The Senior Campout, þar sem krakkarnir í Senior árgangnum hittast og tjalda saman og kveikja eld og hafa það gaman alla nóttina. Vildi hvíla mig smá til að geta endst alla nóttina :)
Klukkan 7 fór ég og Emily heim til Corurty þar sem campoutið var, hún býr smá frá bænum í risa húsi með svaka flottan garð ! Þar tjölduðum við tjöldunum og borðuðum svo saman hamborgara og meðlæti. Kvöldið var svo mjög gaman, sátum við eldinn og spjölluðum saman, fórum í leiki og svona. Auðvitað fékk ég nokkur bit og þar á meðal eitt á ennið! Já ég losna aldrei undan þessum moskítóflugum. Skrítið að vera í útilegu og þurfa bara að vera í einni peysu og ekki vera að frjósa úr kulda haha. Þetta kvöld hitti ég nokkra nýja krakka sem verða í bekknum mínum og einnig voru þarna stelpur sem ég hef kynnst áður. Mér líst bara vel á þennan hóp :)
Nú er ég komin heim, sit við skrifborðið mitt og blogga, borða Cherios og klóra mér í bitunum sem ég græddi í gær! Svo í dag veit ég ekki hvað ég geri, er frekar þreytt svaf bara í 4 klst en vil ekki snúa sólahringnum við þannig ég held mér vakandi! Skólinn byrjar svo á þriðjudaginn, hlakka voða til. Allt á uppleið núna :)
Þar til næst -Svava ;)
Þegar við komum heim kíktum við Jane í ræktinna og lyftum smá lóðum. Við fórum svo að versla í matinn. Þegar ég kom heim hvíldi ég mig smá því framundan var The Senior Campout, þar sem krakkarnir í Senior árgangnum hittast og tjalda saman og kveikja eld og hafa það gaman alla nóttina. Vildi hvíla mig smá til að geta endst alla nóttina :)
Klukkan 7 fór ég og Emily heim til Corurty þar sem campoutið var, hún býr smá frá bænum í risa húsi með svaka flottan garð ! Þar tjölduðum við tjöldunum og borðuðum svo saman hamborgara og meðlæti. Kvöldið var svo mjög gaman, sátum við eldinn og spjölluðum saman, fórum í leiki og svona. Auðvitað fékk ég nokkur bit og þar á meðal eitt á ennið! Já ég losna aldrei undan þessum moskítóflugum. Skrítið að vera í útilegu og þurfa bara að vera í einni peysu og ekki vera að frjósa úr kulda haha. Þetta kvöld hitti ég nokkra nýja krakka sem verða í bekknum mínum og einnig voru þarna stelpur sem ég hef kynnst áður. Mér líst bara vel á þennan hóp :)
Nú er ég komin heim, sit við skrifborðið mitt og blogga, borða Cherios og klóra mér í bitunum sem ég græddi í gær! Svo í dag veit ég ekki hvað ég geri, er frekar þreytt svaf bara í 4 klst en vil ekki snúa sólahringnum við þannig ég held mér vakandi! Skólinn byrjar svo á þriðjudaginn, hlakka voða til. Allt á uppleið núna :)
Þar til næst -Svava ;)
Subscribe to:
Posts (Atom)