Wednesday, September 5, 2012

Fyrsti skóladagurinn

Fyrsti skóladagurinn var í gær. Einn Senior krakkinn bauð okkur öllum í morgunmat heim til sín fyrir skólann. Þannig kl 7:15 fór ég og Emily heim til hans í pönnukökur, egg, beyglur og margt fleira. Góð leið til að byrja árið! Svo þegar komið var í skólann hélt skólastjórinn smá ræðu fyrir allan skólann.  Þar taldi hann upp það sem má og það sem má ekki. Hann taldi upp alls konar reglur sumarhverjar alveg fáránlegar að mínu mati allavega. Hann talaði um The dress Code og símanoktun og þess háttar. Mikill agi í þessum amerísku skólum, sem er bara gott. Svo er ein regla að það má ekki vera á göngunum þegar það eru fríminútur eða hádegishlé, það er alveg starfsfólk að passa upp á að enginn sé þar, skil ekki alveg afhverju sú regla er. Svo ef þú þarft að fara á klósettið í tíma þarftu að fá sérstakt skriflegt leyfi frá kennara, og það eru flestir kennarar sem leyfa bara alls ekki neitt ráp úr tíma. Á sal þurfti ég svo að fara upp og segja nafnið mitt og kynna mig smá og svona, það var frekar stressandi en ég ræð við það!
Stundataflan mín er svo þannig að ég byrja í Ensku tíma, sem heitir English Collage prep, áfangi sem er svolítið erfiður held ég þar sem er lesið mikið og skrifað, en vonandi ræð ég alveg við það. Sá kennari er voða indæll og hefur greinilega mikinn áhuga á því að tala! Næst er svo smá matapása þar sem þú getur fengið mat úr kaffiteríunni, er ekki búin að skoða það mikið en mér sýnist það vera mestallt möffins, chocolate milk og einhvað svoleiðis gúrmelaði, ekkert hollt snarl. Skólinn gefur mér mat ef ég vil frítt en ég held að ég muni koma með einhvað nesti eins mikið og ég get..
Svo er næsti tími "Home room" sem er svona frítími eiginlega, þar eru sagðar tilkynningar í gegnum svona kallkerfi og þú getur unnið að einhverju sem þú átt eftir að gera.
Næsti tími hjá mér er Consumer Ad sem er held ég svolítið eins og hagfræði + að reikna vexti og taxa. Kannast allavega einhvað við hugtökin þarna en allt þetta á ensku sem er auðvitað nýtt fyrir mér. Þriðji tíminn minn er heimilisfræði eða "Colonary arts" sem er bæði verklegt og einnig bóklegt og ég held að það verði skemmtilegur tími. Kennarinn minn þar er einnig blak þjálfarinn minn svo ég þekki hana vel. Svo kemur að American History. Mér hefur aldrei fundið sögu tímar mjög skemmtilegir þar sem ég á eftitt að muna það sem kennarinn blaðrar, og þessi kennari talar mjög hratt og mikið þannig ég á svolitið erfitt með að fylgjast almennilega með og ná að einbeita mér, en það er kanski bara svona fyrst þegar ég er óvön allri þessari ensku :) Ég hef samt fengið mörg hrós fyrir góða ensku og sumir furða sig á því að þetta er ekki móðurmálið mitt.
Síðasti tíminn fyrir hádegi er svo spænska. Þar erum við 6 saman í tímnum haha, en það er bara kosy. Svo kemur að hádegismat. Þar er mataröð og þarna er alvöru amerískur matur. Í gær var pitsa og í dag hamborgari og snakk. Það er lika sallat og ávextir í boði sem er gott! Ég segi ekki að maturinn sé vondur alls ekki en ég veit að hann er alls ekki hollur! Eftir hádegi fer ég í tíma sem er kallaður "Study Hall" sem er tími þar sem þú gerir það sem þú vilt gera, lesa, læra, glósa, bara allt sem þú þarft sem er námstengt, mjög hentugt að klára heimavinnuna eins mikið og maður getur þarna. Heimavinnan er slatti! Svo er íþróttatími og svo er síðasti tíminn Algebra. Algebra er ekki erfitt fag en að heyra öll hugtökin á ensku og þessa stærðfræðiensku á ég eftir að venjast. Einnig að reikna með pounds, feet og yards og þess háttar því þessir ameríkanar nota ekki metrakerfið. Þannig ég er ekki bara að læra stærðfræði heldur einnig læra mikinn orðaforða eins og í flestum fögum einnig. Skólinn klárast svo 3:28. Já þetta er allt voða nákvæmt þarna. Tímarnir eru 44 mínotur og 4 mínotur á milli tíma þannig tímarnir lenda allir einhvað 11:02 eða þess háttar. Svo fær enginn að fara fyrr úr tíma. Það sitja allir kyrr þangað til að bjallan hringir, ekki séns að fá að fara 5 mín fyrr. Allar skólabækurnar eru mjög stórar og alltof þungar. En sem betur fer er ég með skáp fyrir allt dótið mitt þar sem ég geymi bækurnar og svona og tek þær ekkert með mér heim ef ég hef klárað heimavinnuna í Study Hall. Svo er ég einnig með gym locker sem ég get geymt íþrótta og blak dótið mitt. Þannig ég er ekki mikið að burðast með dót fram og aftur.
Skáparnir á Senior Hallway
Þennan fyrsta skóladag var leikur í blakinu. Það var útileikur þannig við skelltum okkur í gömlu góðu, gulu skólarútuna og keyrðum af stað. Við unnum því miður ekki leikinn en ég stóð mig samt sem áður mjög vel og var valin maður leiksins og fekk að launum The spirit stick sem ég fæ að geyma þangað til næsta leik :) The spirit stick er bara svona smá verðlaun sem einn leikmaður fær eftir hvern leik, gamangaman. Næsti leikur er svo á fimmtudag, heimaleikur :). Á leiðinni heim var veðrið alveg svakalegt. Það voru þrumur og eldingar og svakaleg rigning. Dálítið creepy veður þar sem við erum ekki vön svo svakalegu hérna á Íslandi. En tré féllu niður og hlutir fuku og svona læti. Eftir þennan dag var voða gott að komast upp í rúm og sofna!
The spirit stick og treyjan mín

Skóladagurinn í dag var svo svipaður. Ég er með sömu stundatöflu alla dagana þannig það er ekki erfitt að muna hvert á að fara. Svo alltaf beint eftir skóla er tveggja tíma æfing ef það er ekki leikur. Jæja þetta voru fyrstu tveir skóladagarnir, vonandi verða næstu jafngóðir, efst ekki um það, allir voða spenntir að vera The Seniors, lang besta árið hef ég heyrt !


Svo í allt annað, þá á Sunnudag þá fór ég til Madison, stórborgina sem er í 20 min fjarðlægð. Þar var í gangi hátíð sem er kölluð The taste of Madison. Þar eru fólk með bása að auglýsa matinn sinn, við löbbuðum þar um í steikjandi hita og leyfðum bragðlaukunum að njóta sín smá. 

Eftir það fórum við í smá hjólatúr um Madison, voða fallegt allt þarna! Þegar við komum til baka að bílnum sáum við að það var sjóskíða sýning. Krakkarnir þarna voru alveg frá 3 ára aldri. Voða flott sýning. Eftir það fórum við og fengum okkur pitsu. Seinna um kvöldið hitti ég nokkrar stelpur, fórum og keyptum okkur ís í búð sem heitir Culver's, sem er mjög vinsæll matsölustaður meðal krakkanna hérna og auðvitað er það skyndibitastaður álíka Mc Donalds.  Endaði það kvöld alveg dauðþreytt enda var ég ekki búin að sofa mikið vegna Camp outsins sem var daginn áður! 

Vonandi var einhvað var í þetta blogg, þangað til næst
-Svava





2 comments: