Undafarnir dagar hafa verið skóladagar og eru þeir allir eins eiginlega. Ég er með sömu stundatöflu alltaf. Ég breytti stundatöflunni minni smá, í stað fyrir leikfimi er ég í tíma sem er kallaður Choir, þetta er svona söng og danstími og svo er sett upp ýmsar sýningar og svona í lokin eða eitthvað. Ekki alveg minn stíll en maður verður að prufa :) Vonandi verður þetta bara gaman, skemmtilegir krakkar í hópnum og svona. En eins og ég segi þá eru skóladagarnir eins, byrja 8:10 enda 3:28. Vanalega eru blakleikir á þriðjudögum og fimmtudögum og þá æfingar beint eftir skóla hina dagana. Maður er allavega nógu upptekinn með skólann og æfingar og svona.
 |
Erica, ég og Mary á fótboltaleik |
Í gær var heimaleikur, mitt lið vann ekki. Erum ekki alveg að standa okkur sem best eins og er, en aðalatriðið er víst bara að hafa gaman. Blak er ágætisíþrótt! Þegar blaksesonið er búið, eftir svona mánuð held ég, er málið að skella sér í körfuboltann. Það er allavega planið, sjá hvernig mér gengur þar..
Á morgun er leikur, sérstakur leikur til styrktar krabbameinssjúka, fengum sérstakar treyjur fyrir það og allt saman. Föstudagskvöld er svo fótboltaleikur hér í Rio. Það er fótboltaleikur öll föstudagskvöld og gerir fólk ekkert annað á föstudagskvöldum en að horfa á fótbolta! Fótboltastrákarnir eru að standa sig vel, þeir eru bunir að vinna alla sína leiki :)
 |
Bolur sem ég fekk að gjöf, þetta er
Wisconsin dýrið, voða sætur bolur |
Svo á Laugadaginn er planið að fara að versla, smá haust shopping, maður hatar það ekkert. Við erum 3 ef ekki fleiri stelpur að fara.. Á sunnudag er síðan AFS 6 vikna prógramm sem ég verð að mæta á og fer þangað með Marcha sem er konan sem á að hjálpa mér í gegnum vandamál ef það eru einhver. Inn á milli verð ég víst að læra heimavinnu einhvað þar sem það er hlaðið á okkur heimavinnu á hverjum einasta degi! Og þau eru öll skilaverkefni þannig það er erfitt að komast hjá því að gera ekki heimavinnuna.
Jæja þetta var ekkert voða áhugavert blogg en ákvað samt sem áður að skella einu inn.
Sakna heim en hlakka samt til framhaldsins! Bið að heilsa gott fólk :)
 |
Viftan sem mér finnst svo flott og hún heldur herberginu
köldu og góðu í þessum hita! |
:)
ReplyDelete