Ævintýrið heldur áfram og það eru 46 dagar síðan ég steig í flugvélina
á Keflavíkurflugvelli. Ekki viss hvort mér finnst ég hafa verið hérna lengur
eða styttra en þessa 46 daga en þetta líður allt mjög hratt. Veðrið hérna hefur
kólnað aðeins en samt hætta þeir ekkert að nota loftræstingakerfið í skólanum
og búðum og er mér oft skítkalt inni. Vona að þau fari að setja hitann í gang
soon. En já stelpan frá Íslandi verður kalt stundum! Það finnst sumum skrítið. Komst svo að því að árið 1997-1998 var íslenskur skiptinemi hérna í Rio High School. Þannig ég er íslendingur númer 2 í þessum litla bæ..
![]() |
Skólinn að utan |
Það sem ég hef verið að bralla undafarið er margt og mikið.
Síðustu helgi fór ég til Madison að versla smá með Mary, Kourtney og Mariah.
Auðvitað náði maður að versla sitt, en þarf að fara aftur til að versla smá
fyrir veturinn, hata það ekkert. Svo á Sunnudeginum eyddi ég mest öllum deginum
á AFS námskeiði sem var heila 5klst. En það var ágætt þar, alltaf verið að tala
um það sama þó, en ég hitti marga krakka frá mismunandi löndu, krakka sem ég
mun vera að hitta annars slagið út árið. Marchia, afs trúnaðarmaðurinn minn,
fór með mig þangað og við fengum okkur einnig hádegir og kvoldmat saman. Náðum
góðu spjalli þar en það er einmitt hennar starf að sjá til að það verði engin
vandamál hjá mér og ef svo verður að leysa þau á sem besta máta. Hún er fínasta
kona. Algjör ameríkani.
húsið, herbergið mitt er þarna efst |
Vikan leið mjög
hratt. Keppti á þriðjudeginum og svo einnig á fimmtudeginum í blaki. Gengur
ekki alveg sem best en þá er eina leiðin sem hægt er að fara er upp. Fór í 3
próf, gekk mjög vel fannst mér. Í skólanum er mjög gaman, auðvitað eru
leiðinlegir tímar stundum en krakkarnir hérna og starfsfólkið er mjög hlýlegt.
Allir voða vinalegir og hrósa manni alveg hægri vinstri, hárið mitt fær hrós að
minnsta kosti tvisvar á dag, greinilega voða ljóst og fínt.
Í gær Laugadag var svo blakmót hérna í Rio við kepptum 3 leiki en
komumst ekki í úrslit. Eftir það var fjölskyldumyndataka úti. Þar voru allar
fjórar stelpurnar sem Jane og Joel eiga og eigimenn þeirra og börn, 15 manna hópur.
Í dag skype-aði ég í fysta sinn við fjölskylduna! Mikið og margt
sem þurfti að tala um og það var æðislegt að sjá þau öll aftur!
Næsta vika ætti að vera nokkuð venjuleg bara, nokkrir blakleikir,
próf og svona gamanheit.
Vanilla coke, mello yello.. Mikið úrval af gosinu, þetta er víst meðal þeirra vinsælu! Ég get sagt ykkur að ég er komin í gosbindindi, er ekki búin og ætla mér ekki að drekka neitt gos hérna í usa! |
Framundan er svo Homecomming! Allir voða spennir fyrir því og þar
á meðal ég þó ég viti ekki alveg hvernig það gengur fyrir sig. Öll vikan er
þemavika, svo er fótboltaleikur á föstudagskvöldið sem verður mjög mikil
stemming fyrir og á Laugadeginum er svo kosið Homecomming queen og Homecomming
king! Næstu helgi er planið að fara að versla sér eitt stykki fínan kjól til að
vera í. Sú vika ætti að vera geggjuð og verður margt að gerast, ég mun segja
ykkur frá því öllu þegar það kemur að því J Eftir Homecomming kemur Halloween, Thanksgiving,
Black Friday, verslunarferð til Chicago
og meira með! Ætti ekki að leiðast mikið fram að jólum!
![]() |
Bæ í bili -með bestu kveðju frá Rio |
Alltaf gaman að lesa frá þér Svava mín. Við fylgjumst með þér hér í Skógarási. Eitt er víst að þú verður pottþétt kosin HomeComing Queen ef þetta lið er með öllu mjalla. Allir biðja að heilsa héðan úr Skógarásnum. Kv. Búbbi
ReplyDelete